Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

Viðtöl um ýmis málefni sem tengjast heilbrigðismálum, starfsemi og mannauði Landspítala

 1. Thumb 1613515924 artwork

  Dagáll læknanemans: Gunnar Guðmundsson - Langvinn lungnateppa

  "Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti ræðir Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í lungnalækningum, um langvinna lungnateppu. Hvernig á að meðhöndla versnanir? Hvenær á að taka blóðgös? Gunnar fer einnig yfir langtímameðferð langvinnrar lungnateppu og hvaða þættir draga úr framgangi sjúkdómsins. Í lokin eru fylgivkillar langvinnrar lungnateppu og horfur ræddar.

 2. Thumb 1611697976 artwork

  Dagáll læknanemans: Hjálmar Ragnar Agnarsson - Langvinn hjartabilun

  Í þessum þætti leiðir Hjálmar Ragnar Agnarsson, héraðslæknir og aðjúnkt við Háskóla Íslands, okkur gegnum langvinna hjartabilun. Hver er munurinnn á HFrEF og HFpEF? Hvernig á að haga vökvagjöf í hjartabiluðum einstaklingum? Hvernig skal meðferðinni háttað og eru einhver lyf mikilvægari en önnur í þeirri meðferð? Að lokum er farið yfir nýjungar í hjartabilunarmeðferð, þar á meðal SGLT2 hemla og fleira.

 3. Thumb 1611084712 artwork

  Dagáll læknanemanns: Sæmundur Rögnvaldsson - Sýklalyf og fallhlífastökk

  Í þessum þætti af Dagál Læknanemans eru rannsóknir í fyrirrúmi. Sæmundur Rögnvaldsson, doktorsnemi og velunnari hlaðvarpsins, ræðir annars vegar um noktun sýklalyfja við meðhöndlun þvagfærasýkinga og hins vegar fyrstu framsýnu slembi slembivalsrannsókn sinnar tegundar á virkni fallhlífa í fallhlífastökkum. Farið er yfir hvernig nálgast skal lesningu greina, hvað ber að varast og hvenær spurningar um gæði rannsóknarinnar ættu að vakna! Allt þetta og margt fleira í þætti vikunnar!

 4. Thumb 1607377351 artwork

  Dagáll læknanemans: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir - Kortisól

  "Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innkirtlalækningum, fræðir okkur í þessum þætti um kortisól. Er kortisól mikilvægasta hormón líkamans og hvað gerir það eiginlega? Við ræðum stýriferla kortisóls og nýrnahetturnar sem koma þar við sögu. Hvað einkennir annars vegar kortisól skort og hins vegar ofgnótt kortisóls? Einnig ræðum við meðferð og hvenær skuli gefa svokallaða "stress stera". Að lokum: Hvernig tengirðu saman kortisól, lakkrís og Guinness? Allt þetta og margt fleira í þætti dagsins! Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

 5. Thumb 1605781337 artwork

  Dagáll læknanemans: Guðrún Dóra Bjarnadóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir - Óráð

  Guðrún Dóra Bjarnadóttir sérfræðingur í geðlækningum og Anna Kristín Gunnarsdóttir sérnámslæknir í geðlækningum ræða óráð. Af hverju lendir fólk í óráði og hvernig á að bregðast við? Farið er gegnum helstu birtingarmyndir óráðs og einkenni. Hverju leitum við eftir við sögu og skoðun og hvað er fólgið í góðri geðskoðun? Einnig kynnum við til leiks ýmsa matslista sem geta aðstoðað við mat og greiningu. Þá ræðum við ítarlega orsakir óráðs og viðeigandi rannsóknir. Loks er farið yfir gildi fyrirbyggjandi meðferðar og mikilvægi þess að bregðast hratt og rétt við þegar einstaklingur fer í óráð. Til frekari glöggvunar má nálgast góðar upplýsingar á vef Landspítala. https://www.landspitali.is/orad

 6. Thumb 1606136382 artwork

  Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason

  Ásgeir Valur Snorrason er gestur Mörtu Jónsdóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Ásgeir Valur er fæddur í Reykjavík árið 1961 og ólst upp í Kópavogi. Hann útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, lauk námi í svæfingahjúkrun 1990 og meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri 2002. Ásgeir Valur hefur áratugum saman unnið að kennslu og verið frumkvöðull á faginu á ýmsum sviðum, leiðbeint í herminámi frá 2008 og kennt bæði endurlífgun og svæfingahjúkrun. Ásgeir Valur hefur starfað við svæfingahjúkrun í þrjá áratugi hjá Landspítala og forverum hans.

  SIMPLECAST https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-03

 7. Thumb 1605001084 artwork

  Dagáll læknanemanns: Sigurður Guðmundsson - Sýkingar í miðtaugakerfi

  Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum og fyrrverandi landlæknir, leiðir hlustendur gegnum sýkingar í miðtaugakerfi (MTK) í bland við ýmsar klínískar perlur. Hvernig birtast til dæmis sýkingar í MTK, hvernig er greint á milli þeirra og hvernig eru þær meðhöndlaðar? Þá uppljóstrar Sigurður um sitt uppáhalds sýklalyf! Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

 8. Thumb 1604502749 artwork

  Dagáll læknanemans: Karl Andersen - Háþrýstingur

  Hvað er háþrýstingur og hvaða fylgikvilla hefur hann í för með sér? Hver eru meðferðarmörkin? Hvaða lyfjum er best að beita og hvenær á að gruna afleiddan háþrýsting (e. seconcondary)? Karl Andersen hjartalæknir, læknirinn sem hatar sjúkdóma, svarar þessum spurningum og mörgum fleiri í þætti dagsins. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

 9. Thumb 1603841468 artwork

  Dagáll læknanemans: Þórir Einarsson Long - Hýpónatremía

  Þórir Einarsson Long sérnámslæknir í almennum lyflæknir ræðir hýpónatremíu í eitt skipti fyrir öll. Hvað er hýpónatremía og hvað eigum við að lesa í það að ef sjúklingur mælist með of lágt natríum? Þórir ræðir hvaða stýrikerfi í líkamanum koma hér við sögu og fer í kerfisbundið í gegnum uppvinnslu og meðferð. Hvað ber að varast og hvernig forðum við sjúklingnum frá natríumbjargbrúninni? Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

 10. Thumb 1603271730 artwork

  Dagáll læknanemans: Tómas Þór Ágústsson - Sykursýki 2

  Tómas Þór Ágústsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og innkirtlalækningum ræðir Sykursýki 2. Hver er munurinn á sykursýki týpu 1 og 2 og hvaða fylgikvilla hefur sykursýkin í för með sér? Hver eru markmið meðferðar? Hvernig er best að haga meðferð til þess að ná sem mestum árangri? Þá fræðir Tómas okkur um sérnám á Landspítala og hvernig hægt er að bera kennsl á Diskusfiska í hópi gullfiska. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

View Older Episodes