Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

Viðtöl um ýmis málefni sem tengjast heilbrigðismálum, starfsemi og mannauði Landspítala

 1. Thumb 1567260693 artwork

  Tómas Þór: Framhaldsmenntun, sykursýki, neikvæðni og skrautfiskar

  Tómas Þór Ágústsson er sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum og formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Tómas Þór ræðir hér sérgrein sína og verkefnin hjá ráðinu, ásamt því að velta vöngum yfir neikvæðri umræðu um framúrskarandi heilbrigðiskerfi og Landspítala, sem hann segir frábæran vinnustað. Að endingu segir hann frá ástríðu sinni: skrautfiskaræktun.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Tómas Þór. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

 2. Thumb 1560419803 artwork

  Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Andri Konráðsson, Gylfi Ólafsson og Kristjana Milla Snorradóttir

  Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sér um alhliða heilbrigðisþjónustu í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum eða nánar tiltekið Bolungarvík, Ísafirði, Súðavík, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð. Um er að ræða sjúkrahús, heilsugæslur og öldrunarþjónustu, sem saman mynda stærsta einstaka vinnustað Vestfjarða með 250 starfsmenn.

  "Sjúkrahús allra landsmanna" var yfirskrift ársfundar Landspítala vorið 2019, en þar var meðal annars fjallað um aukið samstarf og vilja til meiri samþættingar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Í þeim anda brugðu útsendarar fréttastofu Landspítala sér vestur á firði á dögunum í þeim erindagjörðum að taka upp hlaðvarp og framleiða nokkrar fréttir um starfsemi hinnar framsæknu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

  Þau Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga, Gylfi Ólafsson forstjóri og Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri sem segja hér frá vinnustaðnum og verkefnum hans, ásamt því að gefa smávegis innsýn í bakgrunn sinn og uppruna. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Andra, Gylfa og Millu. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

 3. Thumb 1557229048 artwork

  Samskiptasáttmáli Landspítala - Ásta Bjarnadóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir

  Mannauðssvið Landspítala hefur undanfarin misseri unnið hörðum höndum að innleiðingu samskiptasáttmála, sem 700 starfsmenn spítalans þróuðu á 50 vinnufundum. Tilgangur sáttmálans er að efla samvinnu og styrkja virðingu og öryggi í samskiptum og þjónustu innan spítalans.

  Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs og Hulda Dóra Styrmisdóttir verkefnastjóri hjá sviðinu segja hér frá innleiðingunni og stilla sér inn á sviðið með því að gefa smávegis innsýn í bakgrunn sinn og uppruna.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Ástu og Huldu Dóru. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

  Vefsvæði samskiptasáttmálans með ítarlegu efni, bæklingum og veggspjöldum er að finna hérna: http://www.landspitali.is/samskiptasattmali

 4. Thumb 1554484426 artwork

  Vellíðan í vaktavinnu - Bára Hildur Jóhannsdóttir og Berglind Helgadóttir

  Mannauðssvið Landspítala hefur núna ræst verkefnið "Vellíðan í vaktavinnu". Markmið þess er að bæta vinnuskipulag og niðurröðun vakta, styrkja gæði vaktaáætlana og auka vitund starfsfólks um þætti, sem dregið geta úr vinnutengdu álagi og eflt heilsu og vellíðan. Inn í fræðsluna koma atriði á borð við næring, hreyfing, svefn og lífsstíll almennt. Jafnframt verður kennt að gera betri vaktaáætlanir.

  Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru Hafnfirðingurinn Bára Hildur Jóhannsdóttir deildarstjóri hjá mannauðssviði og Kópavogsbúinn Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari hjá sama sviði.

  Fræðsluvefur um "Vellíðan í vaktavinnu" er hérna: https://www.landspitali.is/um-landspitala/fyrir-starfsfolk/vellidan-i-vaktavinnu/

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Báru og Berglind. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunni Spotify og hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að tengingu við Apple iTunes.

 5. Thumb 1553884966 artwork

  Hjúkrun - Marta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður hjúkrunarráðs

  Ísfirðingurinn Marta Jónsdóttir var fyrsta konan til að keppa löglega í ólympískum hnefaleikum og starfaði áður sem dyravörður á hinum goðsagnakennda bar Sirkus við Klapparstíg í Reykjavík. Eftir hefðbundna útúrdúra æskufólks í vinnu og námi smellti hún sér hins vegar í hjúkrun og er í dag verkefnastjóri hjá menntadeild Landspítala auk þess að vera formaður hjúkrunarráðs og taka stöku vaktir í faginu.

  Hlutverk hjúkrunarráðs er að vera faglegur ráðgefandi og upplýsandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og stjórnendur jafnt spítalans sem annarra eininga í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarráð tekur þátt sömuleiðis í fjölbreytni þróunarvinnu innan spítalans. Marta er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) og vinnur nú að annarri meistaragráðu í stjórnun, ásamt því að hafa lagt drög að doktorsnámi í náinni framtíð.

  Það er trauðla hægt að finna skemmtilegri viðmælanda um hjúkrun eins og Stefán Hrafn Hagalín og Ásvaldur Kristjánsson komust að í nýjasta hlaðvarpi Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en auðvitað líka í streymisveitunni Spotify og hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að tengingu við Apple iTunes.

 6. Thumb 1552671991 artwork

  Óráð - Elfa Þöll Grétarsdóttir og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir

  Miðvikudagurinn 13. mars var alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um óráð (#wdad) og var hann haldinn hátíðlegur á Landspítala með metnaðarfullu málþingi um heilkennið. Þingið var í beinni útsendingu á samskiptamiðlinum Workplace og var þar meðal annars frumsýnt nýtt vefsvæði um óráð: https://www.landspitali.is/orad

  Viðmælendur hlaðvarps Landspítala af þessu tilefni eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aldraðra og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga, en þær tilheyra óformlegu óráðsteymi á Landspítala og hafa mikla ástríðu fyrir viðfangsefninu.

  Óráð (bráðarugl, delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang. Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum þeirra sem það fá. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur.

  Nýja vefsvæðið inniheldur meðal annars klínískar leiðbeiningar og fjölbreyttar upplýsingar um meðferðarferli, orsakir og áhættuþætti. Einnig er þar að finna fræðslu um skimun og greiningu og meðferð við óráði. Sömuleiðis gagnlega tengla, tímaritsgreinar, veggspjöld og myndskeið.

 7. Thumb 1552305002 artwork

  Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu

  Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri segir frá verkefnastofu Landspítala og helstu viðfangsefnum spítalans þegar kemur að straumlínustjórnun (lean), sem er til dæmis lykilþáttur í undirbúningi Landspítalaþorpsins við Hringbraut og skipulagi nýbygginga þar. Guðrún Björg er ljósmóðir að upplagi og hefur starfað hjá Landspítala í fjóra áratugi.

 8. Thumb 1551267585 artwork

  Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítala

  Hulda Steingrímsdóttir stiklar á stóru í tímalínu umhverfismála á Landspítala og fer yfir stærstu verkefnin framundan. Veltir einnig vöngum yfir stöðunni í þessum mikilvæga málaflokki. Hulda nefnir í framhjáhlaupi að sálfræði, hegðun og atferlismótun séu spennandi þættir við umhverfisstjórnun í dag. Einnig er spjallað stuttlega um svokallaðan "loftslagskvíða" og óumflýjanlegt samviskubit hins ókolefnisjafnaða nútímamanns.

 9. Thumb 1550237345 artwork
 10. Thumb 1548936015 artwork

  Hans Tómas Björnsson

  Þeir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala ræða við Hans Tómas Björnsson yfirlækni sameinda- og læknisfræðideildar Landspítala.

View Older Episodes