Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

Viðtöl um ýmis málefni sem tengjast heilbrigðismálum, starfsemi og mannauði Landspítala

 1. Thumb 1574171464 artwork

  Anna Sigríður Guðnadóttir og Inga Ágústsdóttir: Heilbrigðisvísindabókasafnið, MR, stjórnmálaþátttakan og Íslandsmetið í langstökki án atrennu

  Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru tveir starfsmenn Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala og Háskóla Íslands, þær Anna Sigríður Guðnadóttir verkefnastjóri safnsins og Inga Ágústsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur. Við sögu koma safnið, bakgrunnur Önnu Sigríðar og Ingu og mikilvægi virkrar þátttöku í þjóðmálaumræðunni.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem tekur viðtalið. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

  Markmið Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala og Háskóla Íslands er að veita starfsfólki spítalans sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans aðgang að þeim vísindalegu og klínísku upplýsingum og þekkingu sem það þarf í námi og starfi. Þjónusta bókasafnsins er nokkuð víðtæk og stendur ekki bara starfsfólki spítalans og Háskólans til boða, heldur einnig almenningi; sér í lagi sjúklingum og aðstandendum þeirra.

  Þess má geta að Heilbrigðisvísindabókasafnið er staðsett í Eirbergi í Landspítalaþorpinu við Hringbraut. Það er opið alla virka daga frá klukkan 8 til 16. Síminn er 543 1450. Smelltu hérna til að skoða vefsvæði safnsins: https://bokasafn.landspitali.is/forsida/

 2. Thumb 1572612030 artwork

  Arabella Samúelsdóttir og Árný Ósk Árnadóttir: Tónlistin, blakið, fjölskyldan og og nýja móttökumiðstöðin fyrir starfsfólk Landspítala

  Gestir hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru þær Arabella Samúelsdóttir og Árný Ósk Árnadóttir. Tónlistarkonan Bella er úr Bökkunum, en blakarinn Árný er frá Ólafsfirði. Báðar eru verkefnastjórar hjá skrifstofu mannauðsmála og menntaðar í sálfræði með framhaldsnám í mannauðsstjórnun. Umræðuefnin eru bakgrunnur þeirra, helstu verkefni á Landspítala og splunkuný móttökumiðstöð fyrir nýtt starfsfólk spítalans, en um 1.500 manns hefja störf árlega á þessum 6.000 manna vinnustað.

  Föstudaginn 1. nóvember var sem sagt opnuð móttökumiðstöð fyrir nýtt starfsfólk Landspítala og er hún til að húsa að Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Markmiðið með móttökumiðstöðinni er meðal annars að safna á einn stað miðlægri þjónustu við nýtt starfsfólk, þannig að það mæti á sínar einingar betur undirbúið til starfa en áður hefur verið. Í móttökumiðstöðinni verða ýmis praktísk mál afgreidd, svo sem myndataka, auðkenniskort og aðgangsmál, ásamt aðalatriðum sem varða upplýsingatækni og helstu kerfi, auk þess sem starfsmenn hitta starfsmannahjúkrunarfræðinga sem fara yfir bólusetningar og meta þörf fyrir frekari skimun, fá almenna nýliðafræðslu og skoða fjölmörg myndskeið um starfsemina.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Arabellu og Árnýju Ósk. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum og samfélagsmiðlum spítalans, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

 3. Thumb 1571406306 artwork

  Hanna Kristín Guðjónsdóttir: Hjúkrunarfræðingur og eðalnörd - Alin upp á fjöllum, en er með annan fótinn í Amsterdam í seinni tíð

  Hanna Kristín Guðjónsdóttir er fædd í Kópavogi og alin upp í Reykjavík, en þó ekki síður inni á hálendinu þar sem hún eyddi drjúgum hluta frumbernskunnar. Hanna Kristín er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir með meistaragráðu í gagnagreiningu og upplýsingatækni. Hún er verkefnastjóri hjá Landspítala í dag, annars vegar í gæðadeild og hins vegar í heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT).

 4. Thumb 1571145391 artwork

  Bergþóra Baldursdóttir: Sjúkraþjálfun og lífsbjargandi byltuvarnir

  Dr. Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari segir frá uppvextinum í Smáíbúðahverfinu og hvers vegna hún valdi sjúkraþjálfun á sínum tíma, en hótelstýra í Kaupmannahöfn átti þar hlut að máli. Í hlaðvarpinu veitir Bergþóra hlustendum meðal annars góð ráð til að bæta jafnvægi með auðveldum skynörvandi æfingum við allra hæfi.

 5. Thumb 1570641754 artwork

  Bára og Berglind : Vinnuvernd, móttökumiðstöð og önnur risaverkefni hjá mannauðssviði Landspítala á haustönn 2019

  Stærstu verkefni mannauðssviðs Landspítala á haustönn 2019 lúta að október sem mánuði vinnuverndar, jafnlaunavottun, samskiptasáttmála, viðverustefna, vellíðan í vaktavinnu og stofnun miðlægrar móttökustöðvar í Skaftahlíð fyrir nýtt starfsfólk Landspítala, en sú tala nemur um 1.500 manns ár hvert á þessum vinnustað 6.000 manna. Einnig er núna hugað sérstaklega að þjálfun starfsfólks af erlendu bergi brotnu. Stefnukönnun, stjórnendamat, aðhaldsaðgerðir, stjórnendaþjálfun, átök á vinnumarkaði og skipuritsbreytingar eru sömuleiðis á dagskrá. Að ógleymdri inflúensunni.

  Viðmælendur Hlaðvarps Landspítala að þessu sinni eru Bára Hildur Jóhannsdóttir deildarstjóri hjá mannauðssviði og Berglind Helgadóttir starfsmannasjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá sama sviði. Bára Hildur og Berglind fara hérna yfir þessi risavöxnu verkefni.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við þær stöllur. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

 6. Thumb 1569946836 artwork

  Ósk Sigurðardóttir: Verkefnastjóri og iðjuþjálfi sem leggur stund á nám við Oxford og þróar aðgengisapp í frístundum

  Ósk Sigurðardóttir er verkefnastjóri hjá verkefnastofu Landspítala, sem hefur verið drifkrafturinn í umbótavegferð Landspítala undanfarin ár og byggir að miklu leyti á straumlínustjórnun (lean). Ósk hefur átt langan og farsælan feril á Landspítala, fyrst sem iðþjuþjálfi en síðustu árin sem verkefnastjóri. Hún státar nú þegar af nokkrum háskólagráðum og vinnur í augnablikinu að einni til viðbótar við Oxford-háskóla. Samhliða rekur Ósk lítið hugbúnaðarfyrirtæki í hjáverkum og þróar þar app eða smáforrit sem heitir TravAble og skráir aðgengi um víða veröld; appið er nú þegar með notendur í 33 löndum. Ef Ósk gæti eflt einn þátt í starfsemi Landspítala, þá myndi hún hlúa sérstaklega að þróun innan spítalans hjá sérstöku nýsköpunarsetri. Ósk fer hér í stuttu máli yfir tilþrifamikinn feril í menntun og starfi -- og segir okkur í leiðinni smávegis frá sjálfri sér.

 7. Thumb 1568830120 artwork

  Keli ljósmyndari: Ekki bara fjallgöngur, peningasmygl og stríðsátök, heldur líka Mogginn, klínískar myndatökur og hugsjónastarf

  Þorkell Þorkelsson er ljósmyndari Landspítala. Alltaf kallaður Keli. Í hlaðvarpi Landspítala segir okkar maður frá því hvernig hann myndaði bumbur 4 ára að aldri, gekk sem táningur á Mont Blanc í strigaskóm og fékk seinna starfsfólk Moggans til að smygla fyrir sig dollurum í ársskýrslu Seðlabankans til Afríku. Keli hefur átt viðburðaríkan starfsferil með óteljandi hápunkta. Hann hefur myndað jarðarfarir glæpamanna á Írlandi og skrásett hjálparstarf og stríðsátök víða um veröld. Hin síðari ár hefur hann meðal annars flogið með myndasmiði til Indlands, Kambódíu og Madagaskar.

  Kappinn tilheyrir skipulagslega vísindadeild, sem er á sviði framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Helstu verkefni hans á Landspítala lúta að klínískum myndatökum, en samhliða vinnur hann talsvert með samskiptadeild við að mynda viðburði, starfsemi og mannauð spítalans með ýmsum hætti. Hann skautar hérna yfir ferilinn og segir okkur í leiðinni smávegis frá manninum bak við linsuna.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Kela. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

 8. Thumb 1567260693 artwork

  Tómas Þór: Framhaldsmenntun, sykursýki, neikvæðni og skrautfiskar

  Tómas Þór Ágústsson er sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum og formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Tómas Þór ræðir hér sérgrein sína og verkefnin hjá ráðinu, ásamt því að velta vöngum yfir neikvæðri umræðu um framúrskarandi heilbrigðiskerfi og Landspítala, sem hann segir frábæran vinnustað. Að endingu segir hann frá ástríðu sinni: skrautfiskaræktun.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Tómas Þór. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

 9. Thumb 1560419803 artwork

  Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Andri Konráðsson, Gylfi Ólafsson og Kristjana Milla Snorradóttir

  Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sér um alhliða heilbrigðisþjónustu í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum eða nánar tiltekið Bolungarvík, Ísafirði, Súðavík, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð. Um er að ræða sjúkrahús, heilsugæslur og öldrunarþjónustu, sem saman mynda stærsta einstaka vinnustað Vestfjarða með 250 starfsmenn.

  "Sjúkrahús allra landsmanna" var yfirskrift ársfundar Landspítala vorið 2019, en þar var meðal annars fjallað um aukið samstarf og vilja til meiri samþættingar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Í þeim anda brugðu útsendarar fréttastofu Landspítala sér vestur á firði á dögunum í þeim erindagjörðum að taka upp hlaðvarp og framleiða nokkrar fréttir um starfsemi hinnar framsæknu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

  Þau Andri Konráðsson framkvæmdastjóri lækninga, Gylfi Ólafsson forstjóri og Kristjana Milla Snorradóttir mannauðs- og rekstrarstjóri sem segja hér frá vinnustaðnum og verkefnum hans, ásamt því að gefa smávegis innsýn í bakgrunn sinn og uppruna. Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Andra, Gylfa og Millu. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

 10. Thumb 1557229048 artwork

  Samskiptasáttmáli Landspítala - Ásta Bjarnadóttir og Hulda Dóra Styrmisdóttir

  Mannauðssvið Landspítala hefur undanfarin misseri unnið hörðum höndum að innleiðingu samskiptasáttmála, sem 700 starfsmenn spítalans þróuðu á 50 vinnufundum. Tilgangur sáttmálans er að efla samvinnu og styrkja virðingu og öryggi í samskiptum og þjónustu innan spítalans.

  Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs og Hulda Dóra Styrmisdóttir verkefnastjóri hjá sviðinu segja hér frá innleiðingunni og stilla sér inn á sviðið með því að gefa smávegis innsýn í bakgrunn sinn og uppruna.

  Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Ástu og Huldu Dóru. Upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

  Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

  Vefsvæði samskiptasáttmálans með ítarlegu efni, bæklingum og veggspjöldum er að finna hérna: http://www.landspitali.is/samskiptasattmali

View Older Episodes